Nýr ævintýralegur bjór frá Ölverki

Eilífur er ný viðbót í Ölverks fjölskylduna í Hveragerði. Það …
Eilífur er ný viðbót í Ölverks fjölskylduna í Hveragerði. Það er Cirkus stúdíó sem á heiðurinn að útlitshönnun vörunnar. mbl.is/Ölverk

Það þarf ekki að fara langt til að sækja Eilíf í dós, því Eilífur er ný viðbót í Ölverksfjölskylduna í Hveragerði.

Á facebooksíðu Ölverks kynnir brugghúsið nýjan gylltan pilsner í dós, en í Hveragerði má finna goshverinn Eilíf og því tilvalið að taka sunnudagsbíltúr að skoða hverinn og smakka á honum líka.

Í fréttatilkynningu Ölverks segir: „Þetta er hann Eilífur og hann er nú fáanlegur til smakks á Ölverki. Innan skamms verður hann svo einnig að finna í sérvöldum áfengisverslunum ÁTVR og hver veit nema á fleiri stöðum. Eilífur í Hveragerði er eftirlæti ferðamanna, sannkallaður goshver fólksins, enda gýs hann nokkuð reglulega með góðri hjálp. Þess vegna var vel við hæfi að nefna þennan frískandi pilsner eftir honum. Hann er fallega gylltur og lykt af blómlegum ávaxtatónum læðist í gegnum maltið. Bragðið myndar svo fullkomið jafnvægi milli sætu og beiskju. Já, hér má svo sannarlega finna eitthvað fyrir alla.“

Goshverinn Eilífur í Hveragerði.
Goshverinn Eilífur í Hveragerði. mbl.is/
mbl.is