Domino´s setur rosalega eftirréttapítsu á matseðilinn

Það er ekkert eins gaman og þegar fyrirtæki í matvælageiranum búa til nýjar vörur sem eru svo geggjaðar að það er leitun að öðru eins.

Domino´s hefur sett á markað pítsu sem flokkast sem eftirréttapítsa og er með Nutella, kanil, súkkulaði og sykurpúðum. Yfir pítsuna er svo hvítur glassúr.

Þrátt fyrir að nýja pítsan passi einstaklega vel núna um hátíðarnar þá er hún samt komin til að vera og því getum við neytendur glaðst.

Í tilkynningu frá Domino´s segir meðal annars:

„Einstaklega jólalegur og dísætur fyrir þá allra sætustu. Syndsamlega góður segja þeir örfáu sem hafa fengið að smakka og algjört sparinammi sem passar einstaklega vel núna yfir hátíðarnar. Sykurpúðinn er þó kominn til að vera."

mbl.is