Íslenskur sælkeramatur á netinu

Ljósmynd/Aðsend

Netverslun færist sífellt í vöxt og hafa flestar verslanir reynt að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er sérlega ánægjulegt þegar eldri hverfisbúðir ná að gera það og ein þessara verslana er Kjöthöllin sem var opnuð árið 1944 og sérhæfir sig í íslenskri kjötvöru eins og nafnið gefur til kynna.

„Við tókum upp á þessu fyrir jólin í fyrra og er óhætt að segja að það hafi komið sér virkilega vel á þessu sérstaka ári að hafa verið tilbúin fyrir verslun á netinu. Páskarnir voru mjög stórir á vefnum hjá okkur og það stefnir í að jólin verði ekki síðri. Við erum gamalt fjölskyldufyrirtæki og að upplagi frekar íhaldssöm, en svo lengi lærir sem lifir, og það er hollt og skemmtilegt að takast á við nýjungar í breyttu umhverfi,“ segir Sigríður Björnsdóttir hjá Kjöthöllinni en á heimasíðu fyrirtækisins er meðal annars hægt að fá Red Roy-steikur, hamborgarhryggi, hreindýrapaté og fleiri kræsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert