Sænskur sælkeralakkrís að heilla landann

Mbl.is/Lakritsfabrikken

Svíar eru ekki bara þekktir fyrir fallega hönnun, því þeir framleiða líka stórkostlega góðan lakkrís. En lakkrísinn frá Lakritsfabrikken er hágæða sælkeralakkrís sem fæst hér á landi.

Lakritsfabrikken var stofnuð árið 2011 og hefur rutt sér hratt áfram í gegnum árin, sem einn besti sælkeralakkrísinn á markaðnum í dag. Hér um ræðir vörur sem innihalda mikið magn lakkríss og er alltaf glútein- og gelatín laus. Hverjum kassa er vandlega handpakkað í fallegar öskjur – en þær eru ótrúlega líflegar á að líta. Lakkrís er fullkomin tækifærisgjöf  eða sem eftirréttur á veisluborðið, og ekki verra þegar hann smakkast vel eins og þessi.

Mbl.is/Lakritsfabrikken
Mbl.is/Lakritsfabrikken
Mbl.is/Lakritsfabrikken
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert