Sódavatnstækið sem getur sett kolsýru í alla drykki

Öll munum við eftir því þegar Aarke-sódavatnstækið kom til landsins og allir og amma þeirra urðu að eignast slíkan glæsigrip.

Nú er komið nýtt sódavatnstæki á markað sem er enn snjallara en Aarke ef eitthvað er, því það getur sett kolsýru í alla drykki, hvort sem um ræðir vatn, vín, kokteila, safa eða límonaði. Þá er einnig hægt að setja ávexti og grænmeti út í drykkinn áður en hafist er handa. Lögun sódatækisins er nett og afar stílhrein, því er ekki erfitt að finna stað fyrir það á heimilinu.

Tækið heitir Bubliq og er fáanlegt bæði í Kokku og í vefverslunni RAMBA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert