Hversu mikið vín þarftu?

Nú þegar desember fer að ganga í garð með öllu sínu veisluhaldi eru ófáir sem velta vöngum yfir því magni af víni sem þarf í veislur. Fyrir þá sem ekki vita af reiknivélinni inni á vinbudin.is er rétt að benda á það hagkvæmnistól. 

Slegið er inn hvernig viðburð er um að ræða, tímalengd, hvaða áfengi skal bjóða upp á og hve lengi. Sem dæmi segir reiknivélin að ef haldið er 10 manna matarboð og boðið upp á rauðvín og bjór í fjórar klukkustundir sé viðmiðið sjö vínflöskur en 13 litlir bjórar.

Það er einnig ágætt að hafa í huga að hægt er að skila þeim veigum sem ekki nýtast gegn kassakvittun svo ekki er þörf á að sitja uppi með veigar.

Reikni­vél­in er ákaf­lega auðveld í notk­un og leyf­ir fólki að …
Reikni­vél­in er ákaf­lega auðveld í notk­un og leyf­ir fólki að taka mis­mun­andi teg­und­ir veiga með í reikn­ing­inn. Ljósmynd/skjáskot
mbl.is