Snöggeldaður krónhjörtur að hætti Læknisins

mbl.is/Kristinn Magnússon
Læknirinn í eldhúsinu er meistari í að elda veislumáltíðir sem þessa og hér slær hann ekki feilnótu fremur en fyrri daginn. Hann bauð upp á krónhjört með dýrindis sósu sem á eftir að fara í sögubækurnar.
Snöggeldaður krónhjörtur
  • 800 g krónhjartarlund (skorin í fjóra bita)
  • salt og pipar
  • smjör/olía til steikingar

Aðferð:

  1. Látið kjötið standa úti á borði til að ná stofuhita.
  2. Saltið og piprið vandlega.
  3. Steikið á heitri pönnu þannig að kjötið sé jafnbrúnað.
  4. Komið hitamæli fyrir í kjötinu og setjið í 130° heitan ofn og eldið að kjarnhita.
  5. Látið standa í 10-15 mínútur undir álpappír til að jafna sig.

Nípumauk

  • 2 stórar nípur
  • 1 kúfuð teskeið af Edmont Fallot-sinnepi
  • 50 ml rjómi
  • 50 g smjör
  • salt og pipar
  1. Aðferð:
  2. Flysjið og sjóðið nípurnar í söltu vatni.
  3. Þegar þær eru mjúkar í gegn hellið þið vatninu frá.
  4. Maukið saman með rjóma, smjöri, sinnepi, salti og pipar.
  5. Haldið heitu.

Karmelliserað grasker

  • ½ „butternut“-grasker
  • góð jómfrúarola
  • salt og pipar
  • ferskt timían til skreytingar

Aðferð:

  1. Flysjið og skerið graskerið í litla kubba – 1 cm.
  2. Veltið upp úr olíu, salti og pipar.
  3. Bakið í 180°C heitum ofni þar til þeir eru fallega brúnaðir.

Gufusoðnar strengjabaunir

  • strengjabaunir
  • góð jómfrúarolía
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Gufusjóðið strengjabaunirnar í nokkrar mínútur þar til þær eru mjúkar í gegn.
  2. Veltið upp úr góðri jómfrúarolíu
  3. Saltið og piprið.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Ragnar Freyr Ingvarsson.
Ragnar Freyr Ingvarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert