5 ráð til að búa til meira pláss í eldhúsinu

mbl.is/hth-kitchen.com

Skipulagsdrottningin Sólrún Diego veit betur en flestir hvernig á að búa til gott eldhússkipulag en hér deilir hún með okkur hvernig á að búa til meira pláss í eldhúsinu.

Þetta ráð  ásamt ógrynni annarra  er að finna í bókinni Skipulag sem Sólrún sendi frá sér um jólin.

Sólrún Diego gefur góð ráð í bók sinni Skipulag.
Sólrún Diego gefur góð ráð í bók sinni Skipulag.

5 ráð til að búa til meira pláss í eldhúsinu:

1. Aukahillur í skápa

Bættu við hillum í skápana til að búa til aukageymslupláss.

2. Nýttu veggpláss

Bættu hillum á autt veggpláss og nýttu þær til að geyma spariglös, krydd eða annað sem gefur eldhúsinu hlýju og karakter.

3. Segulstöng fyrir hnífa

Festu segulstöng á vegginn og geymdu hnífa þar. Stórir hnífar taka mikið pláss og því er þetta góð lausn til að losa pláss úr skúffum.

4. Nýttu hliðarnar á innréttingunni

Með því að festa snaga eða króka á hlið eldhúsinnréttingarinnar kemstu hjá því að geyma plássfreka hluti eins og sigti ofan í skúffu.

5. Raftæki í skápana

Ef vinnupláss eldhússins er lítið skaltu geyma tæki á borð við brauðrist og blandara inni í skáp þegar þau eru ekki í notkun.

mbl.is/Malcolm Menzies
mbl.is