Góð ráð til að lágmarka kostnað við matarinnkaup

Ljósmynd/Íris Dögg Sigurðardóttir

Sólrún Diego heldur áfram að létta okkur lífið með bók sinni Skipulag og hér er að finna góð ráð frá henni til að lágmarka kostnað við matarinnkaupin en eins og við þekkjum sjálfsagt öll á maður til að kaupa tóma vitleysu og alltof mikið af einhverju sem nóg er til af.

1. Skoðaðu gamlar kvittanir og skráðu hjá þér hve miklu þú eyddir í hverri búðarferð.

2. Reiknaðu út hve stór hluti upphæðarinnar fór í nauðsynjavörur annars vegar og munaðarvörur hins vegar.

3. Ákveddu hve mikið fjármagn má fara í munaðarvörur í hverri búðarferð.

4. Út frá þessum upplýsingum skaltu setja þér kostnaðarmörk fyrir komandi búðarferðir.

Jafnframt leggur Sólrún til að fólk skrái hjá sér þau matvæli sem skemmist. Þannig takir þú fyrr eftir því hvort það sé alltaf sami maturinn sem skemmist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert