Villisveppa-koníakssúpa með truffluolíu

Ljósmyndir/María Gomez
Ljósmyndir/María Gomez

Þessi uppskrift kemur frá Maríu Gomez sem útbjó eitt allra glæsilegasta veisluborðið fyrir hátíðarmatarblað matarvefsins sem unnið var í samstarfi við Hagkaup.

Villisveppa-koníakssúpa með truffluolíu

 • 50 g smjör
 • 1 dl hveiti
 • 1 tsk. borðsalt
 • svartur pipar
 • 3x sveppasoðsteningar
 • 7 dl nýmjólk
 • 6 dl volgt vatn
 • 2,5 dl rjómi
 • 2 msk. púðursykur
 • 1 tsk. villijurtir frá Pottagöldrum
 • 2 msk. koníaksgel frá Chef Louis
 • 1 askja af ferskum blönduðum villisveppum
 • 1 box af blönduðum þurrkuðum villisveppum frá Borde
 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • 35 g smjör til steikingar á sveppum
 • ½ tsk. borðsalt til að salta sveppina
 • sósulitur  nokkrir dropar
 • tartuffo bianco-truffluolía frá Elle Esse

Aðferð:

 1. Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið smátt niður ásamt fersku sveppunum.
 2. Bræðið 35 g af smjöri á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk.
 3. Steikið bæði þurrkuðu og fersku sveppina upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk. af borðsalti. Steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnir og setjið þá marða hvítlaukinn út á og slökkvið undir pönnunni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið hliðar.
 4. Bræðið 50 g af smjöri í potti og setjið hveitið út á og hrærið vel í þar til verður að smjörbollu, hrærið í eins og einni mínútu áður en volgu vatninu er hellt smátt og smátt út á.
 5. Hrærið vel í á meðan er að þykkna í glansandi silkimjúkan jafning.
 6. Bætið næst púðursykri, sveppateningum, 1 tsk. af borðsalti, pipar, villijurtum og koníaksgelinu út á og hrærið allt vel saman þar til teningar eru fullleystir upp.
 7. Setjið næst mjólk og rjóma út á og hrærið vel þar til suða er komin upp og farið að þykkna ögn.
 8. Setjið smá sósulit út í þannig að súpan verði fallega ljósbrún.
 9. Setjið svo alla sveppi út í súpuna og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir.
 10. Leyfið súpunni að sjóða í lágmark 30 mínútur eða lengur.
 11. Smakkið til og saltið og piprið ef þarf.
 12. Berið fram með nýbakaða brauðinu og öskusaltinu.
 13. Þegar súpan er komin í skál setjið þá nokkra dropa af truffluolíu yfir og njótið.

Uppskriftin kemur úr hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

mbl.is