Stökk kartöflustrá sem passa með öllu

Þessi uppskrift er frá Maríu Gomez sem útbjó eitt allra glæsilegasta veisluborðið fyrir hátíðarmatarblað matarvefsins sem unnið var í samstarfi við Hagkaup.

Ljósmyndir/María Gomez

Stökk kartöflustrá

  • 2 stórar bökunarkartöflur
  • 1-1,5 l grænmetisolía
  • salt

Aðferð:

  1. Hér þarf að nota mataryddara sem fæst víða í búsáhalda- eða matvöruverslunum.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið langsum í tvennt, stingið gaffli djúpt í annan endann og yddið með mjórra bitinu á yddaranum.
  3. Hitið 1-1,5 lítra af olíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit.
  4. Setjið eldhúspappír á disk og byrjið að steikja kartöflurnar í nokkrum skömmtum, ekki setja of mikið á pönnuna í einu.
  5. Þegar stráin eru orðin fallega gyllt veiðið þau þá upp úr olíunni og setjið á diskinn með eldhúspappírnum og saltið létt yfir með fínu borðsalti.
Ljósmynd/María Gomez

Uppskriftin kemur úr hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

María Gomez
María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert