Jólatré með hindberjafyllingu

Snillingurinn Ólöf Ólafsdóttir hjá Mosfellsbakaríi á heiðurinn af þessum eftirrétti sem bragðaðist stórkostlega.

Við gerum okkur fyllilega grein fyrir að þetta er ekki á allra færi en það er vel þess virði að reyna það við tækifæri og ef allt fer í skrúfuna er um að gera að senda Ólöfu spurningar á instagram en hún er undir nafninu Olofbakes þar.

Það er líka vel þess virði að fylgja henni því hún er alltaf að búa til eitthvað ótrúlega girnilegt eins og hennar er von og vísa.

Kristinn Magnússon

Jólatré með hindberjafyllingu

Hindberjafylling

  • 80 g sykur
  • 175 g hindberjapúrra
  • 3 g matarlím

Aðferð:

  1. Matarlím lagt í bleyti.
  2. Púrra og sykur hitað upp og matarlími bætt við.
  3. Setjið svo í form og frystið.

Hindberjapúrra

  1. Affrystið um 500 g af frosnum hindberjum og setjið í gegnum djúsara, ef ekki þá matvinnsluvél og sigtið safann frá.

Mjólkursúkkulaðimús

  • 68 g mjólk
  • 105 g mjólkursúkkulaði
  • 136 g léttþeyttur rjómi
  • 2 g matarlím

Aðferð:

  1. Matarlím lagt í bleyti.
  2. Mjólk hituð að suðu og matarlími bætt út í.
  3. Þegar blandan er 32-35°C er henni blandað varlega saman við léttþeyttan rjóma.
  4. Sprautið músinni í hálft formið, leggið fyllinguna í og fyllið restina upp með mús.
  5. Frystið yfir nótt.

Súkkulaðibotn

  • 75 g smjör
  • 1 egg
  • 130 g sykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 msk. kakó
  • 100 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 130 g mjólk

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins.
  2. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós.
  3. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn.
  4. Bætið smjörinu og mjólkinni saman við og blandið öllu vel saman. Setjið deigið í smurt form.
  5. Bakað við 180°C í 15-20 mín. og látið kólna.
  6. Stingið út litla hringi og notið sem „stofninn“ á trénu.

Samsetning

  1. Hjúpið tréð með hvítu súkkulaði sem þið litið með smávegis grænum matarlit. Athugið að matarliturinn þarf að vera fituuppleysanlegur eða nota candyme.ts-súkkulaði.
  2. Sprautið smá súkkulaði á súkkulaðikökuna og leggið tréð ofan á.
  3. Leggið tréð ofan á vanillukexið og skreytið með gulli eða flórsykri.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert