Það sem oftast gleymist að þrífa í eldhúsinu

Ljósmynd/Colourbox

Hvað skyldi það nú vera? Öllum dettur okkur í hug einhver staður sem við vitum að við þrífum alltof sjaldan en sá staður sem oftast gleymist að þrífa í daglegum þrifum er undir heimilistækjum sem búið er að hlaða upp á eldhúsbekk.

Flestir eru nefnilega með bekkina fulla af dóti og svo gleymist að þrífa undir þeim þannig að þar getur safnast ansi mikill sóðaskapur.

Lausnin?

Byrjaðu á að fækka eins og þú getur dótinu/draslinu sem á það til að safnast á eldhúsbekkinn. Þegar þú ert búin/n að því skaltu þurrka reglulega undan því!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert