Sous vide-andabringa með steiktu grænmeti og rauðrófusalati

Kristinn Magnússon

Við getum mælt heilshugar með þessum rétt því hann bráðnaði eins og smjör í munni.

Sous vide-andabringa með steiktu grænmeti
  • 4 stk. andabringur
  • 6 litlar timjangreinar
  • 4 stk. hvítlauksgeirar

Aðferð:

  1. Andabringurnar þerraðar, himnurnar hreinsaðar af, rákir skornar í fituna á bringunni og hún söltuð lítillega.
  2. Bringan er þá steikt á þurri pönnu með fituhliðinni niður á meðalháum hita.
  3. Þegar fitan er farin að bráðna er timjan og hvítlauk bætt út á pönnuna og síðan er bringan steikt þar til hún er orðin gullinbrún og stökk, snúið við og steikt í sirka 45 sekúndur.
  4. Þá er henni vakúmpakkað eða sett í rennilásapoka með fitunni og kryddunum og elduð í sous vide í 90 mínútur á 58°C.
  5. Þá er bringan aftur tekin og steikt með fituhliðinni niður á pönnu en við þetta verður fitan extra stökk og góð.

Steikt grænmeti

  • 400 g smælki kartöflur
  • 400 g gulrætur
  • salt
  • pipar

Aðferð:

  1. Kartöflurnar soðnar þar til mjúkar, en þá kældar og kramdar.
  2. Gulræturnar flysjaðar og skornar í bita.
  3. Síðan er fitan af pönnunni eftir öndina nýtt til að steikja kartöflurnar og gulræturnar og þá þarf einungis salt og pipar á grænmetið.
Kristinn Magnússon

Rauðrófusalat

  • 3 stk. meðalstórar rauðrófur
  • 1 dl gróft salt
  • 3 msk. hunang

  • 2 msk. hvítvínsedik

  • ½ dl fræblanda

  • 1 dl pekanhnetur

  • 1 stk. klementína

  • steinselja

  • salt

Aðferð:

  1. Saltið sett í tvær hrúgur í eldfast mót, skorið er neðan af rauðrófunum og sárin sett á saltið.
  2. Álpappír settur yfir eldfasta mótið og rauðrófunar bakaðar á 180°C í rúman klukkutíma eða þar til þær eru mjúkar í gegn, tími fer alveg eftir stærðinni á rauðrófunum.
  3. Síðan eru þær kældar niður.
  4. Rauðrófurnar eru skornar í litla bita og þær kryddaðar með hunangi og ediki.
  5. Pekanhneturnar eru skornar smátt og ristaðar á pönnu með fræblöndunni, klementínan afhýdd og skorin í litla bita og steinseljan skorin smátt.
  6. Þá er öllu blandað saman og smakkað til með salti.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert