Sjóðheitir íslenskir sósukóngar slá í gegn

Frábær sósa á kjúkling, hamborgara, pulsur og nánast allt puttafæði. …
Frábær sósa á kjúkling, hamborgara, pulsur og nánast allt puttafæði. Sósukóngarnir mæla með að setja út í Bloody Mary – en sósan er mild og góð, og þægileg á tungu. mbl.is/Sósukóngarnir

Það þarf alls ekki að selja okkur þá hugmynd að sósur geri flestan mat betri – og nú er loksins komið gott úrval af sjóðheitum sósum hér á landi.

Sósukóngarnir spruttu hér upp á veraldarvefnum rétt fyrir jólin, og komu því sem skemmtileg viðbót inn í matarmenninguna á aðventunni. Þeir bjóða upp á úrval af sterkum sósum sem margar hverjar rífa í. Sumar hafa áður fengist hér á landi en aðrar eru nýjar á markaði.

Við heyrðum í Braga Hinriki Magnússyni sem stofnaði fyrirtækið ásamt sonum sínum tveimur, þeim Fannari Loga og Magnúsi Hinriki, sem stundar nám á matvælabraut í Menntaskólanum í Kópavogi  og því með puttana í pottunum öllum stundum. Bragi segir þá feðga hafa gaman af að smakka bragðgóðar sósur og ekki verra ef þær ögri bragðlaukunum. Hann segir jafnframt að þegar maður byrjar að borða mildu sósurnar komi ákveðinn fiðringur í mann sem fái mann til að vilja prófa sterkari sósur. „Maður lærir að þekkja og meta sósurnar betur eftir því sem maður smakkar meira á þeim. Rétt eins og með gott rauðvín,“ segir Bragi okkur.

Það eru mikil fræði á bak við góðar sósur, en Sósukóngarnir hafa reynt að velja sósur sem ættu að höfða til flestra og eru einstaklega bragðgóðar. Skyndibitastaðurinn Tasty er til að mynda með gott úrval af sósum sem fást hjá „kóngunum“ og þar er hægt að smakka sig áfram fyrir þá sem þora.

Á heimasíðu Sósukónganna má finna alls kyns fróðleik og uppskriftir hvernig nota megi sósurnar í matargerð. Sjálfur segist Bragi vera að prófa sig áfram með sósur í ommelettum á morgnana og það komi skemmtilega á óvart. Það er ákveðin menning í kringum heitar sósur og með hækkandi sól verður þetta án efa eitt það vinsælasta á grillmatseðlum sumarsins.

Þeir sem vilja kynna sér sósurnar nánar geta kíkt á heimasíðuna HÉR eða fylgst með Sósukóngunum á Instagram HÉR.

Ef þú ert hrifinn af sterku súrsætu bragði þá er …
Ef þú ert hrifinn af sterku súrsætu bragði þá er þetta sósan fyrir þig. Þegar hún skellir sér á tunguna þá kemur sæta bragðið af hvítvíni og Dijon sinnepi skemmtilega í gegn en hún lætur finna ágætlega fyrir sér í kjölfarið. mbl.is/Sósukóngarnir
Ein mest verðlaunaða sterka sósa veraldar. Kirsuber eru notuð til …
Ein mest verðlaunaða sterka sósa veraldar. Kirsuber eru notuð til að gefa þessari sósu stórskemmtilegt bragð án þess að styrkleikinn sé eitthvað grín. Hún virkar frábærlega með kjúklingavængjum. mbl.is/Sósukóngarnir
mbl.is