Berlínarbollur með eplafyllingu

Kristinn Magnússon

Það er engin önnur en Elenora Rós Georgesdóttir - metsöluhöfundur og bakaranemi með meiru - sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Berlínarbollur með eplafyllingu

Bollur

  • 500 g sterkt hveiti
  • 50 g sykur
  • 20 g púðursykur
  • 7 g salt
  • 10 g þurrger
  • 4 egg
  • 150 ml vatn
  • 150 g mjúkt smjör
  • Kanilsykur til að rúlla upp úr

Fylling

  • 2 epli skorin í örþunnar sneiðar
  • 70 g smjör
  • 120 g púðursykur
  • 4 g kanill
  • 100 g ristaðar heslihnetur, smátt saxaðar

Aðferð:

  1. Setjið allt nema smjörið í hrærivélarskálina og hnoðið í 7 mínútur hægt og 3 mínútur hratt.
  2. Lækkið hraðann og bætið smjörinu við í litlum skömmtum. Þegar allt smjörið er komið saman við er hraðinn hækkaður aftur og hrært í nokkrar mínútur eða þar til deigið er farið að losna frá hliðum skálarinnar, orðið slétt, teygjanlegt og glansandi.
  3. Setjið filmu yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í skálinni þar til það hefur a.m.k tvöfaldað sig.
  4. Þegar það hefur tvöfaldað sig er deigið vigtað í 50 g stykki og kúlað.
  5. Þegar þið hafið kúlað allar bollurnar eru þær færðar yfir á bökunarplötu sem hefur verið pappírsklædd og hveitistráð. Setjið plastfilmu yfir plötuna og leyfið bollunum að hefast þar til þær hafa tvöfaldað sig eða í um 1-2 klukkustundir.
  6. Hitið olíuna í potti upp í 180°C. Þegar olían er orðin vel heit er berlínarbollan sett ofan í pottinn.
  7. Steikið berlínarbolluna þar til hún er orðin fallega brún eða í um 2 mínútur á hvorri hlið.
  8. Takið berlínarbolluna úr pottinum, leggið hana á eldhúspappír og leyfið olíunni að renna af.
  9. Á meðan berlínarbollan er enn þá volg er henni velt upp úr kanilsykri.
  10. Á meðan þær kólna búið þið til fyllinguna.
  11. Byrjið á að bræða smjörið.
  12. Þegar smjörið er alveg bráðnað er púðursykrinum bætt saman við og þessu hrært vel saman.
  13. Síðan er restinni bætt saman við og þessu leyft að malla saman þar til karamellan þykknar og eplin eru vel þakin.
  14. Setjið fyllinguna í sprautupoka.
  15. Stingið gat á berlínarbollurnar.
  16. Sprautið fyllingunni inn í berlínarbollurnar þar til hún kemur upp úr gatinu.

Elenora Rós Georgesdóttir

Kristinn Magnússon

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert