Mathöll í miðbæinn

Pósthúsið gamla. Matur og drykkir koma í stað bréfa og …
Pósthúsið gamla. Matur og drykkir koma í stað bréfa og böggla áður fyrr ef áformin um breytingar ganga eftir. Ljósmynd/Af vef Reykjavíkurborgar

Svokallaðar mathallir hafa rutt sér til rúms í Reykjavík á undanförnum árum og nú hillir undir eina slíka í miðbænum.

Reitir fasteignafélag hf. hafa sótt um leyfi til þess að breyta núverandi starfsemi á 1. hæð gamla pósthússins í Pósthússtræti 5 í mathöll með alls 12 rekstrareiningum.

Staðurinn á að rúma samtals 161 gest í sæti á 1. hæð og 28-50 í kjallara, eða allt að 211 gesti. Einnig er sótt um leyfi til að endurbyggja 132 fermetra skúr í porti gömlu lögreglustöðvarinnar baka til og bæta við 140 fermetra glerbyggingu í portinu og verði þessar byggingar hluti mathallarinnar.

Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur 22. desember sl. en afgreiðslu þess var frestað til næsta fundar. Reitir sóttu upphaflega um leyfi fyrir mathöll árið 2019 en sækja nú um breytingu á áður samþykktu erindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert