Meðlætið sem toppaði máltíðina

Ljósmyndir/María Gomez

Þessi uppskrift kemur frá Maríu Gomez sem útbjó eitt allra glæsilegasta veisluborð fyrir Hátíðarmatarblað matarvefsins sem unnið var í samstarfi við Hagkaup.

Hunangsgljáðar gulrætur með brúnu smjöri

  • 500 g lífrænt ræktaðar íslenskar gulrætur sem eru frekar mjóar
  • 60 g smjör
  • 2 msk. Akasíu-hunang frá Himneskt
  • ½ tsk. hvítlauksduft (garlic powder)
  • ½ tsk. fínt borðsalt
  • svartur pipar
  • ferskt timjan

Aðferð:

  1. Ekki nota dökkan pott í verkið, best er ljós pottur eða úr burstuðu stáli. Setjið smjörpappa á bökunarplötu og raðið flysjuðum heilum gulrótum á plötuna.
  2. Hitið næst ofninn í 190°C blástur.
  3. Hitið svo smjörið í potti við vægan miðlungshita og látið bráðna.
  4. Hrærið næst stöðugt í smjörinu með písk þar til það verður á litinn eins og dökkt hunang og kemur eins og hnetukeimur af því, getur tekið 5-10 mín.
  5. Slökkvið undir og setjið hunang, hvítkauksduft, salt og pipar út í pottinn og hrærið vel þar til allt er bráðnað vel saman.
  6. Hellið svo yfir gulræturnar og veltið þeim vel upp úr gljáanum.
  7. Stingið í ofn í 30-40 mín en snúið þeim eftir ca. 15 mín. í ofni.
  8. Takið svo út þegar þær eru orðnar mjúkar og dreifið fersku timjan yfir.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

María Gomez
María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert