Sturlaðar staðreyndir um mat

Dýrasta pítsa heims kostar rétt um 1,5 milljónir króna.
Dýrasta pítsa heims kostar rétt um 1,5 milljónir króna. mbl.is/Pinterest

Við höfum lúmskt gaman af fánýtum fróðleik – þá sérstaklega þegar hann snýr að mat. Hér eru nokkrar sturlaðar staðreyndir um matvæli í heiminum.

Dýrasta pítsa heims kostar 1,5 milljónir króna. Og ástæðan er sú að það tekur um 72 klukkustundir og þrjá ítalska kokka að græja hana. Á pítsunni má finna þrjár gerðir af kavíar, buffalo-mozzarella, humar frá Noregi og cilento ásamt áströlsku sjávarsalti.

Ranch dressing geymir litarefni. Eitt af hráefnunum í dressingunni er títaníumdíoxíð, sem er notað til að gera sósuna hvítari. Og sama efni er notað í sólarvörn og málningu.

Einn hamborgari getur komið frá allt að 100 nautgripum. Þetta hljómar brjálæðislega, en nautahakkið sem er notað á skyndibitastöðum og í matvöruverslunum er oft framleitt úr vöðvavefjum og þá alls ekki úr einum saklausum nautgrip.

Litlu götin í kexi gegna hlutverki. Holurnar sem við sjáum í kexi koma í veg fyrir að loft myndist í kexinu er það bakast, sem getur eyðilagt kexið.

Hvítt súkkulaði er í raun ekki súkkulaði. Það er blanda af sykri, mjólk, vanillu, lesitíni og kakósmjöri.

Kex er verra fyrir tennurnar en sykur. Sýra er aðalorsök tannskemmda en ekki sykur. Og kex hefur þá tilhneigingu að festast við tennurnar sem endar með því að verða gróðrarstía fyrir bakteríur.

Ostar eru mest stolna matvaran í heiminum. Um 4% af öllum ostum í heiminum eru stolnir, og það finnast svartir markaðir fyrir osta þarna úti.

McDonald’s selur 2,5 billjónir hamborgara á hverju ári. Sem samsvarar um 75 hamborgurum á hverri sekúndu, daglega. Eða rétt um 6,5 milljónum hamborgara á hverjum degi.

Litlu götin í kexkökum eru þar af mjög góðri ástæðu.
Litlu götin í kexkökum eru þar af mjög góðri ástæðu. mbl.is/Pinterest
mbl.is