Við erum að setja pokana kolvitlaust í tunnurnar

Það eru ýmis húsráð sem fara í gegn á samfélagsmiðlinum …
Það eru ýmis húsráð sem fara í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok - mörg hver nytsamleg, önnur minna merkileg. Mbl.is/@chris.hhl/Tiktok

Hvar værum við stödd ef ekki væri fyrir netið sem virðist veita okkur allar þarflegar og óþarfar upplýsingar inn í daginn. Hér er eitt af því sem þú „verður“ að vita af.

Tikktokkarinn Chris sýnir okkur bestu leiðina til að setja ruslapoka í tunnuna – en það lítur út fyrir að við gerum þetta kolvitlaust. Í stað þess að leggja pokann ofan í og brjóta utan um tunnuna setur Chris pokann utan um tunnuna og þrýstir svo niður á við. Og þannig losar þú um allt loft undir pokanum.

Fólk virðist ekki geta hætt að lofa þetta snjalla húsráð og vildi einn virkur í athugasemdum meina að Tik-tok hefði kennt sér meira um lífið en hann hefur lært í skóla. Og þá er nú mikið sagt.

@chris.hhl

when I learned not all people do this I was SHOOK #koreanboy #trashcan #tutorial

♬ original sound - Chris
mbl.is