Heitustu eldhústrendin fyrir 2021

Sérfræðingarnir hafa talað og hér er samantekt á því sem talið er að verði það allra mest áberandi í eldhústrendum árið 2021. Listinn er áhugaverður en skemmst er að segja frá því að skandinavísk naumhyggja er ekki áberandi þar inni.

En svona lítur listinn út:

Græn eldhús

Þetta trend hófst fyrir nokkrum árum og má kenna við Cameron Diaz en eldhúsið hennar vakti mikla athygli þegar myndir birtust af því í Elle Decor. Nú virðist þetta trend vera það heitasta og má þakka/kenna TikTok og Dakota Johnson um það.

Eldhúsið hjá Cameron Diaz.
Eldhúsið hjá Cameron Diaz.

Þungmáluð eldhús

Ef að grænn er ekki málið fyrir þig skaltu horfa aðeins lengra til hægri á litaskalanum og fara yfir í dökkblágráan eða eitthvað í líkingu við það. Dökkir, þungir og tilfinningaríkir tónar verða ráðandi í hönnun ársins og djörf notkun á málningu.

Það er ekki að undra að bleik eldhús eru eins …
Það er ekki að undra að bleik eldhús eru eins vinsæl og raun ber vitni. Ljósmynd/Farrow & Ball

Sjúklega smart eldhúsvörur

Nú snýst allt um huggulega potta og pönnur. Ekki dugar að vera með geggjað eldhús og ljóta potta. Það segir sig sjálft að það gengur hreinlega ekki.

Lodge pönnur eru afar vinsælar.
Lodge pönnur eru afar vinsælar.

Stórar eldavélar

Eins og þessar hér sem fá hvern matgæðing til að missa það gjörsamlega. Ef þú ert með rými er þetta algjörlega málið enda góð eldavél eins og að fjárfesta í nýjum og vönduðum bíl – nema hún fellur ekki hratt í verði. Klárlega málið í góðu eldhúsi.

Ilve eldavélarnar þykja í sérflokki en þær fást í Kokku.
Ilve eldavélarnar þykja í sérflokki en þær fást í Kokku.

Opnar hillur

Við spáum því að eldhúshillurnar líkt og frá FORMER er með muni slá öll met í ár enda einstaklega flottar og setja sterkan svip á eldhúsið.

Ljósmynd/Lára Gunnarsdóttir

Búrskápar

Ef þú ert með rými þá skyldi alltaf búa til góðan búrskáp. Það sem hver hlutur á sitt pláss og allir eru glaðir.

Búrskápar eru algjör snilld.
Búrskápar eru algjör snilld.
mbl.is