Léttist um 12 kíló án þess að fara í megrun

Nigella er uppáhald margra enda listakokkur.
Nigella er uppáhald margra enda listakokkur.

Glöggir aðdáendur eldhúsgyðjunnar Nigellu Lawson hafa veitt því athygli að hún hefur breyst nokkuð mikið í útliti á undanförunum árum og er þá átti við að hún hafi lést umtalsvert. 

Í viðtali við Good Housekeeping segir hún að hvatinn hafi verið að bæta heilsuna og það hafi hún ákveðið að gera í rólegheitunum og án allra öfga. Hún hafi sett sér langtímamarkmið sem hafi hægt og rólega skilað henni árangri. 

Fyrst og fremst tók hún mataræðið í gegn. Þar voru engar meiriháttar breytingar og engar öfgar heldur minnkaði hún skammtastærðir og bætti við grænmeti. Hún segist elska að borða ferskan mat á borð við kál og avókadó og eldi mikið heima hjá sér. Hún tók líka út sætindi og snarl – svona að mestu leyti.

Hreyfing hafi verið stór hluti af lífstílsbreytingunni og mikilvægt hafi verið fyrir hana að finna hreyfingu sem hentaði henni. Jóga varð fyrir valinu og segist hún iðka það þrisvar í viku. 

Henni hafi fljótlega orðið það ljóst hversu mikilvægt það er að teygja á líkamanum eftir því sem hún eldist og hún teygi nú reglulega – hvort sem hún sé í jóga eður ei. 

Meðalhófið sé lykillinn og það mikilvægasta sé að henni líði vel i eigin skinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Nigella (@nigellalawson)

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Nigella Lawson.
Nigella Lawson.
mbl.is