Uppskriftin sem er alltaf jafn vinsæl

Rétt­ur­inn er girni­leg­ur að sjá.
Rétt­ur­inn er girni­leg­ur að sjá. mbl.is/​Krist­björg Sig­ur­jóns­dótt­ir

Þessi uppskrift þykir greinilega sú allra besta því hún er það vinsæl á matarvefnum að hún toppar listana ár eftir ár.

Hér er um að ræða uppskrift úr eldhúsi hjónanna á bak við veitingastaðinn GOTT í Vestmannaeyjum, þeirra Sigurðar Gíslasonar og Berglindar Sigmars, en þau er löngu orðin landsþekkt fyrir afburða góðan mat sem jafnframt er einstaklega hollur. 

Þorskhnakki með villisveppaskel heitir þessi uppskrift og aðdáendur GOTT ættu að kannast við hana enda er hún oft fiskur dagsins.

Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason inni á GOTT í Vestmanneyjum.
Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason inni á GOTT í Vestmanneyjum.
mbl.is