Heimsins einfaldasti kjúklingaréttur

Ljósmynd/Hanna

Oft þarf maður bara góðan kvöldverð sem er eins einfaldur og hugsast getur. Og þá er þessi réttur algjörlega málið. Það er matarbloggarinn og keramiksnillingurinn Hanna sem á heiðurinn af uppskriftinni en hún notar pottana sína mikið í eldamennskunni og þeir koma ótrúlega fallega út.

„Nú erum við að ræða um einfaldasta rétt allra tíma. Við þurfum eingöngu tvö hráefni; úrbeinuð kjúklingalæri og kjúklingakrydd. Svo þarf bara eitt stykki pott sem þolir að fara í ofn en þá nota ég leirpottana mína. Með því að elda kjúklinginn með lokinu á helst rakinn vel og sósa myndast sem þykir góð. Eldunartíminn er lengri, en það gerir nú lítið til … á meðan eru hrísgrjón soðin og salat útbúið,“ segir Hanna um réttinn en hér að neðan má sjá myndband sem sýnir matreiðsluna.

Heimsins einfaldasti kjúklingaréttur

  • 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • kjúklingakrydd

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180-200°C (blástursstilling).
  2. Kjúklingalærin krydduð á báðum hliðum og sett í pottinn (sjá myndband) – þeim er raðað þannig að þau liggi ekki hvert ofan á öðru.
  3. Lokið sett á og inn í ofn í 45 mínútur.
  4. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert