Hin fullkomna fjölskyldumáltíð

Frábær mac and cheese réttur sem gælir við bragðlaukana.
Frábær mac and cheese réttur sem gælir við bragðlaukana. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er hinn fullkomni „comfort“-réttur mættur á borðið – makkarónur og ostur með ferskum aspas, steinselju og chiliflögum. Við leggjum ekki meira á ykkur á þessum köldu janúardögum. Uppskriftin er í boði Hildar Rutar sem segir réttinn fljótlegan, einfaldan og djúsí – og krakkarnir elska hann.

Mac and cheese með ferskum aspas (fyrir tvo)

  • 200 g makkarónur
  • 20 g smjör
  • 20 g hveiti
  • 2 dl nýmjólk
  • 1 dl rjómi
  • 200 g rifinn cheddarostur
  • 1 dl rifinn parmesanostur + ½ dl til að dreifa yfir
  • 2 msk rjómaostur
  • cayennepipar
  • salt og pipar
  • Panko-rasp

Toppað með:

  • ferskum aspas
  • steinselju
  • chiliflögum
  • meiri parmesan

Aðferð:

  1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum.
  2. Bræðið smjör og mjólk í potti við vægan hita. Hellið hveitinu út í og hrærið þar til blandan verður þykk.
  3. Bætið ostinum saman við og hrærið þar til hann er bráðinn. Kryddið eftir smekk.
  4. Hrærið makkarónunum út í ostinn og setjið í eldfast form. Dreifið raspi og parmesanosti yfir.
  5. Bakið í 10 mínútur við 200°C eða þar til raspið er orðið gyllt.
  6. Skerið ferskan aspas í bita og steikið upp úr olíu. Kryddið með salti og pipar.
  7. Berið makkarónurnar fram með aspasinum, meiri parmesan, chiliflögum og ferskri steinselju. Hver og einn fær sér svo á sinn disk.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert