Léttasti og langódýrasti bjórinn í Vínbúðinni

Undanfarið hefur átt sér stað ótrúleg aukning í sölu á léttum bjór í Vínbúðunum. Frá árinu 2016 er söluaukningin líklegast um 250%. Léttur bjór er gríðarlega vinsæll víða erlendis en þó sérstaklega vestanhafs þar sem tegundir á borð við Bud Lite og Coors Lite eru iðulega með söluhæstu bjórtegundum hvers árs. Léttur bjór, oft nefndur Lite-bjór, er yfirleitt með lægri áfengisprósentu og færri hitaeiningar en hefðbundinn bjór. Víking brugghús hefur nú sent frá sér nýjan lite-bjór sem búist er við að muni valda usla á markaðinum.

„Síðastliðið haust kynntum við til leiks BOOM Ultra Lite og hefur hann fengið góðar viðtökur. Bjórnum er ætlað að ganga lengra en hinn almenni Lite-bjór með því að vera lægri í áfengisprósentu og hitaeiningum en nokkur annar bjór á markaðnum. Galdurinn við Lite-bjórana er að hafa þá alveg jökulkalda þegar þeirra er neytt. Þá eru þeir ekkert eðlilega ferskir og svalandi. Það skemmir ekki fyrir að hitaeiningar og kolvetni eru í algjöru lágmarki. Við mælum þó með því að fólk gæti hófs og njóti með ábyrgð,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri hjá Víking brugghúsi.

Í tilefni nýs árs verður BOOM Ultra Lite á tilboðsverði allan janúarmánuð. Verðið gerir bjórinn að ódýrasta kostinum í Vínbúðinni.

„Í janúar á fólk það til að fara í átak og hreyfa sig eftir góða slökun yfir jólin. Því fylgir oft að velja sér hollari valkosti þar sem hægt er og þess vegna viljum við kynna BOOM almennilega til leiks með janúarsprengju. Bjórinn verður á tilboðsverði allan janúarmánuð, 166 krónur dósin. Án þess að ætla að vera með einhver gífuryrði þá er þetta léttasti, ljúfasti og langódýrasti bjórinn í Vínbúðinni, kannski í sögu Vínbúðarinnar. Kannski jafnvel í sögu þjóðarinnar,“ bætir Hilmar við kíminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert