25% afsláttur á Einstök í janúar

Ljósmynd/Aðsend

Í upphafi nýs árs kynnir Einstök nýjar 12 dósa umbúðir til leiks í verslunum Vínbúðanna. Umbúðirnar hafa undanfarin ár átt auknum vinsældum að fagna á Bretlandsmarkaði, einkum í verslunum Waitrose. Nú má loks nálgast Einstök White Ale sem er mest seldi craft bjór á Íslandi og Arctic Pale Ale í þessum nýju handhægu umbúðum.

Í tilefni tímamótanna eru Einstök White Ale og Arctic Pale ale dósir boðnar með 25% afslætti í verslunum Vínbúðanna í janúar. Afslátturinn gildir að sjálfsögðu hvort sem stakar dósir eða heill 12 pakk verða fyrir valinu.

Með hækkandi sól kemur svo ný kjarnategund Einstök á markað. Um verður að ræða karaktermikinn lagerbjór sem kynntur var landanum sem sumarbjór síðastliðið sumar og fékk góðar viðtökur. Á nýju ári er komið að aðdáendum Einstök erlendis að njóta hans líka, en vörur fyrirtækisins fást nú í 26 löndum, þar af í yfir 25 fylkjum Bandaríkjanna þar sem nýir markaðir hafa bæst við á nýliðnu hamfaraári. Einstök er áfram sá bjór sem lang mest er flutt út af frá Íslandi og hefur um langa hríð einnig verið leiðandi í innlendri sölu svokallaðra craft bjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina