Ben & Jerry's kynnir fyrsta íspinnann

Nýr íspinni frá ísframleiðandanum Ben & Jerry´s.
Nýr íspinni frá ísframleiðandanum Ben & Jerry´s. Mbl.is/Ben & Jerry´s

Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur kynnt nýjung á markað sem hefur ekki áður sést frá fyrirtækinu. Hér erum við að tala um íspinna, en Ben & Jerry's er einna þekktastur fyrir ís í dollum.

Vörumerkið er að færa sig í fyrsta sinn yfir í ís á priki og kallast afurðin „Peace Pop“. Nýjungin á án efa eftir að gleðja aðdáendur sem elska góðan ís. Peace Pop er vanilluís með súkkulaðiflísum og mótaður eins og peace-merkið í laginu. Þar að auki er súkkulaðihjúpur utan um ísinn og kökudeig má finna inni við miðju pinnans. Við hér á matarvefnum erum fallin – leyfið okkur að smakka!

Nýja afurðin kallast Peace Pop - vanilluís með kökudeigi og …
Nýja afurðin kallast Peace Pop - vanilluís með kökudeigi og súkkulaðihjúp. Mbl.is/Ben & Jerry´s
mbl.is