Nýtt merki fyrir þá sem nota ekki grímu

Landlæknisembættið í Danmörku hefur gefið út merki fyrir sjúklinga sem …
Landlæknisembættið í Danmörku hefur gefið út merki fyrir sjúklinga sem geta ekki borið grímur á almannafæri. mbl.is/landsforeningen-spor

Landlæknisembættið í Danmörku hefur gefið út nýtt merki fyrir þá borgara sem geta ekki nota andlitsgrímu á almannafæri.

Samkvæmt fréttatilkynningu Landlæknisembættisins mun nýtt merki eða barmnæla veita þér undanþágu frá því að nota grímu í almenningssamgöngum og stórmörkuðum. Undanþágurnar eru astma- og lungnasjúklingar ásamt þeim sem glíma við mikinn kvíða. Nýja merkið mun tryggja að fólk skammist sín ekki fyrir að bera ekki grímu – en fjöldi atvika hefur komið upp í matvöruverslunum þar ytra þar sem hinn almenni borgari krefst svara við því af hverju viðkomandi einstaklingar noti ekki grímu.

Merkið hefur verið þróað hjá landlæknisembættinu sem staðfesting á því að viðkomandi sé sjúklingur eða búi við ákveðna fötlun. Og fólk eigi að sýna hvað öðru samúð og skilning, það geti ekki allir borið grímu þó að fötlunin sjáist ekki alltaf utan á manni. Jafnframt segir í fréttatilkynningu að fleiri merki séu nú í þróun, til dæmis eitt um það að aðrir skuli halda sig í ákveðinni fjarlægð frá viðkomandi.

mbl.is/landsforeningen-spor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert