Burger King skiptir um umbúðir

Ljósmynd/Burger King

Eitt rótgrónasta vörumerki veraldar, Burger King-hamborgarakeðjan, hefur endurhannað vörumerki sitt og umbúðir og útkoman þykir einstaklega vel heppnuð.

Útlit varanna er nútímalegra en heldur samt í grunneinkenni vörumerkisins á skemmtilegan og skýran hátt. Það er því ljóst að það eru spennandi tímar fram undan hjá fyrirtækinu en á dögunum tilkynnti það nýja rétti á matseðlinum sem kosta einungis einn dollara eða sem svarar 128 krónum.

Ljósmynd/Burger King
mbl.is