Grímuklæddur Bretaprins gaf matarpoka

Ljósmynd/Twitter

Vilhjálmur Bretaprins fór í þrígang á aðventunni og aðstoðaði við úthlutun matargjafa í athvarfi fyrir heimilislausa í London. Samtökin sem reka athvarfið heita The Passage Charity og var Díana prinsessa ötull stuðningsmaður þeirra.

Ekki fóru heimsóknirnar hátt en samtökin birtu myndir eftir jól til að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa aðstoðað á liðnu ári og til að vekja athygli á málstaðnum. Í fyrra birtist svo mynd á Twitter reikningi Kensington hallar, sem tekin var 14. desember 1983 af Díönu ásamt sonum sínum í athvarfinu en það var fyrsta heimsókn Vilhjálms þangað.

Samtökin hafa alla tíð verið honum kær en matargjafir hafa sjaldan verið jafn mikilvægar og nú.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert