Grísk jógúrt hefur aldrei smakkast svona vel

Ljósmynd/Aðsend

Léttmál er ný og endurbætt vörulína þar sem silkimjúk og próteinrík grísk jógúrt er í aðalhlutverki og hafa nú fyrstu tvær vörurnar verið settar á markað.

Annars vegar er um að ræða hreina gríska jógúrt með möndlum, döðlum og fræjum í toppi og hins vegar hreina gríska jógúrt með jarðarberjum í botni sem dásamlegt er að hræra saman við mjúkra jógúrtina.

Báðar tegundir eru handhægar, próteinríkar og einstaklega bragðgóðar og hentar Léttmálið því sérstaklega vel sem millimál eða létt máltíð.

Það er létt að grípa með sér gríska jógúrt og neyta hvar sem er og hvenær sem er svo nú er bara um að gera að smakka báðar tegundir og velja hvor ykkur finnst betri.

mbl.is