52 ára og í besta formi lífs síns

Rachel Harris ásamt meðleikara sínum Tom Ellis sem leikur einmitt …
Rachel Harris ásamt meðleikara sínum Tom Ellis sem leikur einmitt Lucifer í samnefndum þáttum en það var einkaþjálfari hans sem Harris fékk sér til aðstoðar.

Lucifer-leikkonan Rachel Harris var í viðtali við tímaritið People á dögunum þar sem hún talaði um hvernig hún tók lífsstílinn í gegn og hver útkoman varð.

Harris, sem er 52 ára gömul, á tvö börn sem eru tveggja og fjögurra ára. Hún hafi ákveðið árið 2019 að hún vildi komast í betra form og var þá aðallega að horfa til þess að auka líkamlegan styrk sinn og heilsu almennt.

Hún réð einkaþjálfara og tók mataræðið í gegn sem hún segir að hafi verið stærsta áskorunin. Með aðstoð einkaþjálfarans og matarplani frá honum hafi hún hætt að borða sykur og aðra vitleysu sem almennt flokkast sem óholl. Hún segist byrja daginn á morgunverði sem samanstendur af tveimur hrærðum eggjum, brokkólí og graskeri.

Þremur tímum síðar fái hún sér hádegisverð sem samanstendur af fitusnauðu kjöti eða fiski með grænmeti. Kolvetni og brauðmeti sé harðbannað.

Svipað sé upp á teningnum á kvöldin þótt hún leyfi sér meira þar eins og góða steik af og til.

Nýi lífsstíllinn virki fyrir hana og hún hafi aldrei verið í betra formi eða sterkari en hún er í dag.

Ljósmynd/skjáskot People
mbl.is