Nýr rifinn ostur á markað á hagstæðara verði

Ljósmynd/Gott í matinn

Þeir sem kaupa reglulega rifinn ost ættu að gleðjast því Gott í matinn hefur sett á markað rifinn pítsuost sem er í tvöfalt stærri umbúðum en áður og á umtalsvert hagstæðara verði en tveir pokar.

Ljóst er að þetta mun koma sér vel á flestum heimilum þar sem pítsukvöld og gratínerað gúmmelaði er í hávegum haft.

mbl.is