Verður að hafa tvo bakarofna

Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur.
Chrissy Teigen er mikill ástíðukokkur. mbl.is/

Ofurstjörnuparið Chrissy Teigen og John Legend leita nú logandi ljósi að nýju heimili í Los Angeles eftir að þau seldu húsið sitt.

Í millitíðinni eru þau í leiguhúsnæði en Chrissy segir að í nýja húsinu verði draumaeldhúsið hennar og það sem hún leggi mesta áherslu á sé tveir ofnar.

Skýringin er þó fremur óvenjuleg en eitt sinn gerðist það að Chrissy bakaði eftirrétt í ofni sem hún var nýbúin að baka aðalréttinn í. Lyktin úr aðalréttinum fór í eftirréttinn og segir hún að sú lífsreynsla sé ekki til eftirbreytni og vill forðast það í lengstu lög í framtíðinni. Því séu tveir ofnar algjört skilyrði í nýja eldhúsinu og lái henni það hver sem vill.

mbl.is