Einum elsta veitingastað landsins, Cafe Bleu í Kringlunni, hefur verið lokað og ljóst að miklar breytingar eru í vændum á veitingasvæði Kringlunnar. Samkvæmt heimildum mbl eru spennandi tímar í vændum hjá Kringlugestum og matgæðingum í nágrenninu.
Stjörnutorgið verður endurhannað og í rýminu þar sem Cafe Bleu var áður verður opnaður nýr og glæsilegur veitingastaður.