Geggjaður gratíneraður fiskréttur sem fjölskyldan elskar

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni fullkominn fjölskylduréttur sem ætti að slá í gegn við hvert matarborð.

Gratíneraður fiskur með hrísgrjónum

Fyrir 5-6 manns

  • 250 g soðin hrísgrjón
  • 900 g þorskhnakki
  • ½ blaðlaukur
  • ½ blómkálshaus
  • ½ brokkólíhaus
  • 1 stk. piparostur
  • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 2 tsk. karrí
  • 2 tsk. söxuð steinselja
  • salt, pipar og hvítlauksduft
  • rifinn pítsuostur frá Gott í matinn
  • ólífuolía og smjör

 Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Smyrjið eldfast mót (um 30x40 cm) með smjöri og dreifið úr hrísgrjónunum.
  3. Skolið, þerrið og skerið þorskinn í bita og raðið yfir hrísgrjónin, kryddið með salti og pipar.
  4. Skerið brokkólí, blómkál og blaðlauk niður, steikið upp úr vel af ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Steikið þar til grænmetið fer aðeins að mýkjast og dreifið þá úr því yfir fiskinn í fatinu.
  5. Hellið um helmingi rjómans á pönnuna og rífið niður piparostinn. Hrærið þar til osturinn er bráðinn og smakkið til með karríi, steinselju og öðru kryddi. Þegar osturinn er bráðinn má setja afganginn af rjómanum út á pönnuna og leyfa aðeins að malla.
  6. Hellið sósunni þá yfir fiskinn, setjið vel af rifnum pítsuosti yfir allt saman og bakið í um 30 mínútur.
  7. Gott er að bera fiskréttinn fram með nýbökuðu rúgbrauði og nógu af smjöri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert