Innkalla risa-Þrist

Sambó Þristur.
Sambó Þristur.

Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur innkallað risa-Þrist frá Sambó í 50 gramma umbúðum, en ástæða þess er að aukabragð hefur borist úr plastumbúðum í vörunar. 

Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri og því hefur verið ákveðið að innkalla risa-Þristinn með best-fyrir-dagsetningar 16. nóvember 2021 og 8. janúar 2022. 

Dreifingaraðilar umræddrar vöru eru Bónus, Krónan, Hagkaup, Samkaup, N1, Olís og Skeljungur. 

Neytendur sem keypt hafa risa-Þrist með framangreindum dagsetningum mega skila honum þangað sem hann var keyptur eða til Kólus, Tunguhálsi 5.

mbl.is