Hnetusmjörs- og granólabitar sem eru klikkaðar með kaffinu!

Ljósmynd/Facebook

Hér erum við með uppskrift frá Tobbu Marínós sem er sérfræðingur í sykurlausu gúmmelaði og konan á bak við Náttúrulega gott granólað og metsölubókina Náttúrulega sætt.

Þetta er uppskrift sem allir verða að prófa enda meinholl og frekar frábær eisn og Tobbu einni er lagið!

Hnetusmjörs- og granólabitar sem eru klikkaðar með kaffinu!

Botn:

 • 150 g Náttúrulega gott granóla
 • 1-2 dl hnetusmjör
 • 150 g mjúkar döðlur
 • 1 msk. brædd kókosolía

Súkkulaðikrem:

 • 100 g kókosolia brædd
 • 60 g kakó
 • 2 msk kókós eða döðlusmjör - má vera hnetusmjör eða döðlumauk.
 • 1 msk hunang eða döðlusíróp eða nokkrir stevíadropar til að sæta

Aðferð:

 1. Mauka vel í blandara (döðlum, hnetusmjöri og kókosolíu) og bæta svo við 150g af granóla og hræra saman en varast að ofmala.
 2. Þrýstið blöndunni ofan í mót. Bætið svo við góðu lagi af hnetusmjöri yfir botninn, eins mikið og þarf til að þekja deigið vel. Setjið mótið í kæli á meðan súkkulaðið er útbúið.

Aðferð fyrir súkkulaðikrem:

 1. Kókosolia brædd í potti. Allt annað sett í pottinn og hrært vel saman. Hellið súkkulaðikremi yfir botninn og látið storkna í kæli. Skorið í bita og geymt í kæli. 
Tobba ásamt mömmu sinni sem er hennar stoð og stytta …
Tobba ásamt mömmu sinni sem er hennar stoð og stytta í flestu. Ljósmynd/Facebook
mbl.is