KFC kynnir tvær nýjar snakktegundir

Tvær nýjar snakktegundir hafa litið dagsins ljós frá KFC.
Tvær nýjar snakktegundir hafa litið dagsins ljós frá KFC. Mbl.is/KFC_Getty

Hér eru góðar fréttir kæru djúpsteiktu-kjúklinga-aðdáendur. Því KFC hefur sett tvær nýjar snakktegundir á markað.

Frægasti kjúklingastaður heims hefur tekið höndum saman við snakkframleiðandann Walkers, og útkoman er snakk sem hver einasti KFC-unnandi á eftir að elska. Bragðtegundirnar eru annars vegar hin upprunalega „Kentucky Fried Chicken flavour“ og hins vegar „Double Crunch Zinger flavour“ fyrir þá sem vilja aðeins sterkara bragð.

Vörumerkjastjóri Kentucky Fried Chicken segir í fréttatilkynningu að þau gætu ekki verið ánægðari með samstarfið, þar sem tvö vinsæl vörumerki vinna saman og þá geti útkoman ekki klikkað.

mbl.is/Walkers
mbl.is
Loka