Breyttu gömlu eldhúsi í undraland

Stórkostleg breyting á fallegu heimili í London.
Stórkostleg breyting á fallegu heimili í London. Mbl.is/ RightMove/Triangle News

Það er allt hægt þegar kemur að því að endurgera á heimilinu – og það hefur sannarlega sýnt sig í þessari stórkostlegu breytingu sem við sjáum hér.

Lily Sawyer og maðurinn hennar David festu kaup á gamalli eign í austurhluta London sem þau breyttu á ótrúlegan hátt. Svart og skærlitað blómaveggfóður skreytir nú gömlu híbýlin, sem áður voru líf- og litlaus. Húsið var byggt árið 1895 og hefur tekið miklum stakkaskiptum, en eigendur þess hafa haldið úti síðu á instagram þar sem þau hafa sýnt breytingarnar sem skoða má HÉR.

Lily starfar í dag sem áhrifavaldur á instagramsíðunni, þar sem heimilið er hennar vinnustaður. Hún segir að hver sem er geti endurskapað heimili sitt í þessum stíl og þá fyrir lítinn pening því mikið af húsgögnunum er fengið á nytjamörkuðum. Hér er spurning um að vera útsjónarsamur og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Lily notar til að mynda veggfóður á ótrúlegustu staði eins og í loftin eða á fataskápa og hvert einasta rými er hugsað út sem myndastaður fyrir instagram.

Eldhúsið keyptu þau í Ikea og völdu græna skápa án þess að hika, því þau ætluðu ekki í svart eða hvítt eldhús. Lily segir jafnframt að fólk þurfi að þora að stíga úr þægindarammanum og nota liti. Hún mælir jafnframt með því að velja liti sem eru á sama stað í litahjólinu til að ná góðu jafnvægi, en ekki vera úti um allt.

Lily Sawyer er áhrifavaldur og heldur úti síðu á Instagram …
Lily Sawyer er áhrifavaldur og heldur úti síðu á Instagram þar sem hún deilir myndum af heimilinu sínu. Mbl.is/ RightMove/Triangle News
Sjáið hvernig Lily notar veggfóðrið á loftið í stað þess …
Sjáið hvernig Lily notar veggfóðrið á loftið í stað þess að setja það á veggina. Mbl.is/ RightMove/Triangle News
Mbl.is/ RightMove/Triangle News
Hér má sjá hvernig eldhúsið leit út fyrir breytingar.
Hér má sjá hvernig eldhúsið leit út fyrir breytingar. Mbl.is/ RightMove/Triangle News
mbl.is