Gordon Ramsay fann dýrasta hamborgara heims

Gordon Ramsay hér með hamborgarann.
Gordon Ramsay hér með hamborgarann.

Dýrasta hamborgara veraldar er að finna í Las Vegas (hvar annars staðar?) og fæst á veitingastaðnum Burger Brasserie sem sérhæfir sig – eins og nafnið gefur til kynna – í hamborgurum.

Hamborgarinn er ekkert grín. Hann er gerður úr hakki úr sérvöldu Wagyu-nautakjöti auk þess sem borgarinn er bragðbættur með gæsalifrarkæfu og humri. Til að toppa herlegheitin er boðið upp á Dom Perignon-kampavín með.

Borgarinn kostar 777 dollara sem gera rétt tæpar 100 þúsund krónur. Bitinn þykir góður en það fer sjálfsagt eftir efnahagnum hvort mönnum finnst forsvaranlegt að eyða slíkum fjárhæðum í hamborgara.

Gordon Ramsay var staddur á staðnum á dögunum til að taka upp nýjustu þáttaröð sína þar sem hann ferðast um Bandaríkin. Með í för voru tveir félagar hans og þótti Ramsay hamborgarinn frábær sem og öðrum vina hans  hinum þótti þetta algjört rugl.

Hér sést borgarinn í þætti Gordon Ramsay.
Hér sést borgarinn í þætti Gordon Ramsay.
mbl.is