Morgunverðurinn sem bragðast dásamlega

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Morgunverður er ákaflega mikilvægur eins og við vitum og það skiptir máli að fá sér hollan og góðan verð sem inniheldur næringu og orku. Hér galdarar Berglind Hreiðars á Gotteri.is fram geggjaðan morgunverð sem getur allt eins verið millimál eins og hún reyndar hugsaði hann upphaflega. Tröllahafrar og chiafræ ættu að vera á matseðlinum hjá öllum enda einn besti matur sem hægt er að fá sér.

„Þetta var dásamlegur biti og klárlega eitthvað sem öll fjölskyldan getur útfært eftir sínu höfði. Skipt möndlusmjöri út fyrir hnetusmjör til dæmis eða notað önnur ber eða ávexti á toppinn. Það má líka nota hvaða mjólk sem er til þess að bleyta upp í höfrunum, venjulega mjólk, möndlumjólk, haframjólk, vanillumjólk nú eða jafnvel einhvern bragðbættan prótíndrykk,“ segir Berglind.

Tröllahafrar yfir nótt 

 • 2 tsk. möndlusmjör
 • 1 tsk. Til hamingju-chiafræ
 • 40 g Til hamingju-tröllahafrar
 • 100 ml mjólk (sú sem ykkur þykir best)
 • hunang
 • bláber

Aðferð:

 1. Setjið möndlusmjör í botninn á krukku/glasi.
 2. Næst fara chiafræin yfir og þar á eftir tröllahafrarnir.
 3. Hellið mjólkinni varlega yfir allt og sláið ílátinu létt í borðið til að hún leki alveg niður í botn.
 4. Lokið/plastið og kælið yfir nótt.
 5. Setjið smá hunang og bláber yfir grautinn þegar á að njóta hans (það má þó líka gera kvöldið áður ef grípa á hann með út um morguninn).
 6. Það er líka í lagi að bleyta upp í höfrunum í styttri tíma en þá eru þeir bara aðeins stökkari, síðan má einnig geyma svona graut í nokkra daga í ísskápnum ef hann er í vel lokuðu íláti.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is