Fimmtán tegundir þorrabjórs í boði í ár

mbl.is/​Hari

Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum í dag, rúmri viku áður en þorrinn gengur í garð. Alls verða 15 tegundir þorrabjórs til sölu að þessu sinni, einni fleiri en í fyrra.

Fyrir bjóráhugafólk ber sjálfsagt hæst að í boði verða fjórar forvitnilegar tegundir af Surti frá Borg brugghúsi, Surtur 8.12 sem er þroskaður í kókosrommtunnum, Surtur 8.13 sem er þroskaður í Pink Tequila-tunnum, Surtur 8.14 sem er þroskaður í Peach Brandy-tunnum og Surtur nr. 83 sem er Oat Meal Imperial Stout.

Auk þess verður hægt að smakka á hindberjaöli frá Víking sem kallast Vetrarsól og hinum vinsæla Hval 2 frá Steðja. Þá verða sömuleiðis kunnuglegir þorrabjórar frá Segli 67, The Brothers Brewery og Kalda auk annarra.

Tvær tegundir af sterku áfengi eru einnig meðal þorravara í Vínbúðinni þetta árið; brennivínið Víti frá Eimverki og Þorra Brennivín frá Háloga.

Sölutímabili þorrabjórs lýkur 20. febrúar.

hdm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert