Svalasta samstarf síðari ára endurvakið

Karl Viggó Vigfússon framkvæmdastjóri Blackbox og Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri Gleðipinna
Karl Viggó Vigfússon framkvæmdastjóri Blackbox og Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri Gleðipinna Kristinn Magnússon

Í tilefni af því að Blackbox hefur verið opnað á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þá hafa þessi tvö nýjungagjörnu veitingahús ákveðið að endurvekja samstarf sem vakti mikla athygli á síðasta ári.

Black­box þróaði hamborgarapizzu og Fabrikkan þróaði pizzahamborgara. Nú eru þessir skyldusmakksréttir fáanlegir á öllum Fabrikkum og Blackbox-stöðum í takmarkaðan tíma.

Það eru þeir Jó­hann­es Ásbjörns­son á Fabrikk­unni og Karl Viggó Vig­fús­son á Black­box sem eiga heiður­inn af þessu skemmti­lega uppá­tæki en sam­starf sem þetta hef­ur ekki verið mjög al­gengt hér­lend­is en er vin­sælt er­lend­is. Þar kall­ast kokk­ar og veit­ingastaðir á og er út­kom­an alla jafna stór­skemmti­leg. Að sögn Jó­hann­es­ar var aðdrag­and­inn að sam­starf­inu hrein áskor­un. „Black­box skoraði á okk­ur og það er ekki annað hægt en að taka svona áskor­un enda viss­um við að út­kom­an yrði geggjuð. Að búa til ham­borg­ara und­ir áhrif­um frá Black­box og þeir að gera pítsu und­ir áhrif­um frá Fabrikk­unni.“

mbl.is