Captain Kombucha sópar til sín verðlaunum

Ljósmynd/Captain Kombucha

Heilsudrykkurinn Captain Kombucha hefur sópað til sín verðlaunum síðastliðnar vikur en drykkurinn, sem hefur farið sigurför um Evrópu, er fáanlegur hér á landi.  

Captain Kombucha með kókosbragði hlaut hin virtu The Great Taste Award 2020. Great Taste eru þekkt og áreiðanleg alþjóðleg matvælaverðlaun, þar sem yfir 500 sérfræðingar í matvælaiðnaði eru álitsgjafar.

Captain Kombucha með hindberjabragði hlaut heilsuverðlaun Holland & Barrett sem besti drykkurinn. Healthy Magazine sá um að tilnefna drykki og lesendur kusu besta drykkinn. Það er mikill heiður að neytendur völdu Captain Kombucha með hindberjabragði sem besta drykkinn.  

Síðast en ekki síst hlaut Captain Kombucha tvenn verðlaun í The Aurora International Taste Challenge 2020, sem verðlaunar framúrskarandi matvæli um allan heim. Dómarar eru þekktir matgæðingar og sérfræðingar í matvælaiðnaði sem dæma vörurnar í blindprófun þar sem farið er eftir bragði, lykt, áferð, eftirbragði og fleiru sem tengist hverjum flokki. Captain Kombucha Original hlaut tvöföld gullverðlaun og Captain Kombucha með engifer og sítrónubragði hlaut gullverðlaun.

Captain Kombucha er fersk­ur og svalandi drykk­ur sem inni­held­ur aðeins 100% nátt­úru­leg hrá­efni; líf­rænt grænt te, góðgerla, andoxun­ar­efni og víta­mín. Kombucha er þekktast fyrir að innihalda mikið af góðgerlum sem verða til við langt gerjunarferli þegar líf­rænt grænt te er látið gerj­ast með sam­líf­is­rækt­un góðra bakt­ería og gers. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru fyrir heilsu og líðan fólks og því hafa vinsældir kombucha stöðugt verið að aukast um allan heim á síðustu árum.

Ljósmynd/Captain Kombucha
Ljósmynd/Captain Kombucha
mbl.is