Eldhúsáhaldið sem er ómissandi

Sumir kalla hann fiskispaða, aðrir lífsnauðsyn en eitt er víst að allir sem hafa prófað þennan spaða elska hann. Um er að ræða nokkuð hefðbundið áhald líkt og sleif en flatur botninn og breiddin gera það að verkum að spaðinn er algjör lífsnauðsyn. Hann auðveldar alla stjórn á steikingu og einfaldar allan snúning á mat og flutning.

Eggjakökur verða leikur einn og vissulega passar hann einstaklega vel þegar verið er að steikja fisk. Hann er úr vandaðri eik og er gerður til að endast. Spaðinn kemur frá Rig-Tig sem er vörumerki í eigu Stelton og lumar á afar fögrum gripum.

 

Fæst í Kokku og kostar 2.290 krónur.
Fæst í Kokku og kostar 2.290 krónur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »