Rosendahl býður okkur í kaffi

Pressukannann frá Rosendahl þykir hella upp á besta bollann.
Pressukannann frá Rosendahl þykir hella upp á besta bollann. Mbl.is/Rosendahl

Leitin að hinum fulkomna kaffibolla hættir aldrei – enda er hann eflaust ekki til. Það eru fjöldi þátta sem ákvarða reynslu okkar af kaffi og sumir skipta meira máli en aðrir – eru baunirnar fínmalaðar, hvert er hitastig vatnsins og allt þar fram eftir götunum. Hér kemur ein tillaga að góðum bolla frá húsbúnaðarmerkinu Rosendahl, en að brugga kaffi með pressukönnu er oftast talin besta aðferðin til að búa til kaffi. Og þá ber að nefna að pressukannan frá Rosendahl er úr tvöföldu plasti með termo-kerfi sem heldur kaffinu heitu lengur.

Kaffibolli að hætti Rosendahl

  • Skammtaðu kaffinu í könnuna. Um 7 grömm fyrir hvern bolla eða 56 grömm fyrir heila könnu.
  • Sjóðið vatn og látið kólna niður í 92-94°. Hellið þá vatninu yfir.
  • Látið kaffið standa og brugga í fjórar mínútur. Froðan sem myndast býr til ákveðið „lok“ á kaffið og heldur á því hita.
  • Pressaðu nú kaffið rólega, alveg niður á botn.
  • Njóttu bollans!
Mbl.is/Rosendahl
mbl.is