Sjáið nýjasta tískufyrirbærið í mat

Nýjasta æðið á netinu þessa dagana, er að útbúa pönnuköku-morgunverð …
Nýjasta æðið á netinu þessa dagana, er að útbúa pönnuköku-morgunverð á bakka. Mbl.is/Instagram_completelydelicious

Svo virðist sem pönnukökuveislur séu að ryðja sér til rúms á netinu, þar sem helstu áhrifavaldar deila myndum af slíkum sælkerabökkum sem aldrei fyrr.

Við höfum sýnt ykkur alls kyns osta- og skinkubakka, ýmist mótaða eins og jólakransa eða yfirfulla af öðru góðgæti. En það allra nýjasta í netheimum í dag er morgunverðarbakkar þar sem pönnukökur eru í forgrunni. Janúar er þannig mánuður að við eigum að gera vel við okkur á hverjum degi og þá er hugmynd sem þessi vel þegin.

Þessi girnilega morgunverðarhugmynd kallast #pancakeboard á samfélagsmiðlum ef einhver hefur hug á að leita eftir myndum og innblæstri við uppsetningu. Aðalatriðið er að hafa nægilega stórt bretti sem rúmar margar pönnukökur sem og álegg sem þig langar til að gæða þér á.

Mbl.is/Instagram_momenttograze
Mbl.is/Instagram_bugbeansmomma
Mbl.is/Instagram_stemsca
mbl.is