Ben & Jerry's dekrar við hundana

Doggie Desserts - er nýr ís fyrir hunda frá Ben …
Doggie Desserts - er nýr ís fyrir hunda frá Ben & Jerry´s. Mbl.is/Ben & Jerry´s

Allir hundaeigendur vita að litlu voffarnir eiga allt það besta skilið – og þá líka ís! Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur sett á markað sérhannaðan ís fyrir hunda.

Nýja afurðin kallast Doggie Desserts og samanstendur af tvenns konar búðingi. Annað bragðið kallast „Pontch's Mix“, frosið nammi með hnetusmjöri og pretzel, og hin bragðtegundin ber nafnið „Rosie's Batch“, með graskerum og smákökum. Bæði nöfnin eru í raun nöfn hunda starfsmanna fyrirtækisins.

Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, því ísinn inniheldur engar mjólkurvörur, sem þykja ekki góðar fyrir meltinguna. Þess í stað er notast við sólblómasmjör sem er fullkomlega öruggt fyrir hunda að éta – og líka fyrir mannfólkið sem mun þó eflaust ekki finnast bragðið upp á marga fiska þegar valið stendur á milli Doggie Desserts eða rjómaíss með súkkulaði.

Mbl.is/Ben & Jerry´s
mbl.is